Færsluflokkur: Bílar og akstur
4.8.2010 | 11:57
Afi Gylfi
Sælir kæru bloggvinir,
ég hef svosem ekkert að segja...langaði að skrifa niður textana af uppáhaldslögum hans afa míns Gylfa Magnússyni
Þú komst í hlaðið.
Þú komst í hlaðið á hvítum hesti,
þú komst með vor í augum þér.
Ég söng og fagnaði góðum gesti
og gaf þér hjartað í brjósti mér.
Ég heyri álengdar hófadyninn,
ég horfi langt á eftir þér.
og bjart er alltaf um besta vininn
og blítt er nafn hans á vörum mér.
Þó liði dagar og líði nætur,
má lengi rekja gömul spor.
Þó kuldinn næði um daladætur,
þá dreymir allar um sól og vor.
Ísland er land þitt.
Ísland er land þitt og ávallt þú geymir
Ísland í huga þér hvar sem þú ferð
Ísland er land þitt sem ungann þig dreymir
Ísland í vonanna birtu þú sérð
Ísland í sumarsins algræna skrúði
Ísland með blikandi norðljósa traf
Ísland að feðranna afrekum hlúði
Ísland er fodlin sem lífið þér gaf.
Ísland er þjóðin sem arfinn þinn geymir
Íslensk er tunga þín skír eins og gull
Íslensk er sú lind sem æðar þér streymir
Íslensk er vonin af bjartsýni full.
Íslensk er vornóttin albjört sem dagur
Íslensk er lundin með karlmennskuþor.
Íslensk er vísan hinn íslenski bragur.
Íslensk er trúin á frelsisins vor.
Ísland er land þitt því aldrei skal gleyma
Íslandi helgar þú krafta og starf
Íslenska þjóð þér er ætlað að geyma
Íslenska tungu hinn dýrasta arf.
Ísland sé blessað um aldanna raðir
Íslenska moldin er lífið þér gaf
Ísland sé falið þér eilífri faðir.
Ísland sé frjáls með sól gyllir haf.
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.2.2010 | 21:40
Yndislegustu og fallegustu systkini heimsins!
Hérna langaði mig bara að birta myndir af Einsa og Mörtu minni heimsins bestu systkinum sem hægt er að eiga
FALLEGUSTU systkini heimsins!
6.1.2010 | 00:04
Bumbulíus!
Góða kvöldið gott fólk.. og gleðilegt ár og takk fyrir það liðna
Eins og flest ykkar vita þá erum við búin að fara í 20 vikna sónarinn og það gekk bara mjög vel
En til þess að hafa eitthvað að gera á meðgöngunni og láta mér ekki leiðast þá fór ég í dag og valdi mér 3 áfanga í Háskóla Íslands sem er fallega tungumálið danskan og fögin eru:
Danskt mál og málnotkun II
Danska glæpasagan
Dönsk hljóðfræði
og samtals eru þetta 17 einingar og er ég orðin svakalega spennt og byrja núna mánudaginn 11.janúar.
Ég og Elín mín fórum í dag í Tvö Líf og keyptum á útsölunni og svo fórum við að tala við námsráðgjafann og hún ráðlagði mér heldur betur og tók ég þá ákvörðun að námsleiðin mín verður danska og spænska TVÆR háskólagráður!!!
já þannig að það verður nóg að gera hjá mér, þetta er hálft nám
en já hérna koma skemmtilegar jólamyndir
Heimsins besti afi (Afi Gylfi)
Ormarnir okkar (litlu yndislegu systkini mín) og UPPÁHALDS frænkur
Unnur Andrea, Hanna María, Marta María og Einar Gylfi
Yndislegi unnustinn minn með alveg hreint FRÁBÆRAN bol heheheh
Ég alsæl eins og oftast á Stokkseyrinni hehehe
Pabbi minn og Einar minn fótboltamennirnir á bænum
Jæja þá er þetta komið gott fólk og núna ætlum við að fara að glápa á Heroes
bæbæ eða hej hej,
Ragnhildur
8.12.2009 | 23:47
Söngvaseiður (The Sound of Music)
Jæja gott fólk núna er mánuður síðan ég bloggaði síðast (framför)
Núna er ég komin 16vikur4daga og er komin með smábumbu heheheheh mér fannst hún svo lengi að koma en svo kom hún bara eina nóttina þegar ég var komin 14vikur4daga og þá tókum við fyrstu myndina :)
(komin 14vikur4daga)
28. nóvember fór ég með yndislegu frænku minni henni Hönnu Maríu í Borgarleikhúsið á "Söngvaseið" og fór með frekar neikvæðu hugarfari en svo þegar leikritinu lauk þá var ég alsæl og yfir mig heilluð af börnunum (leikurunum) og söng ÖLL lögin þegar ég kom heim ég gerði alveg út af við Guffa og Elínu mína t.d. ég söng ENDALAUST
"DO RE MI"
Do er dáldið lukk og lán
RE er rest af kökusneið
MI er mí á mikjuskán
FA er falleg gönguleið
SO er svona bros á vör
LA er næst á eftir so
TI er tígulkaka og smjör
og svo tökum við frá DO
DO RE MI FA SO LA TI DO SO DO!
En allavega seinna í vikunni þegar við vorum að koma okkur fyrir í nýju íbúðinni þá raulaði ég þetta eins og ég hafi fengið borgað fyrir það heheheh og svo allt í einu ákvað ég "ég ætla að fara aftur á Söngvaseið" og Guffi bara hló og hló og viti menn..........ÉG FÓR með Mörtu Maríu, Einari Gylfa og Unni Andreu og ég skemmti mér konunglega (og raula ennþá lögin) Þetta var alveg hreint FRÁBÆRT leikrit og leikkonan sem leikur Maríu var alveg hreint ótrúleg á sviðinu hún lék þetta svo svakalega vel! Mig langar rosalega að sjá leikritið "Fjölskyldan" svo dauðlangar mig á tónleikana "Baggalútur"
Þetta er svosem það sem er að frétta af þessum bæ
Svo förum við í 20 vikna sónarinn þegar við erum komin 19vikur6daga (30.desember) við hjúin hlökkum rosalega til mig langar svo að vita kynið!!!!!!!!! En við hjúin ákvöddum að það ætlum við ekki að gera það tekur spennuna af meðgöngunni þannig að við bíðum víst bara....hehe
eitt í viðbóóóóóóóót....
Í fyrradag vorum við hjúin að fara í Hagkaup og á leiðinni sé á lofti ljós og eitthvað hreyfast og ég hélt um leið að ég hafði nú séð jólasveininn
en jæja gott fólk þá eru víst Aðþrengdar eiginkonur að taka við og svo drepfyndinn álfur
verið þið sæl
(Kveðjusöngur-Söngvaseiður)
So long, farvel, auf wiedersehen, ég kveð
með harm í hjarta hnuggin ykkur kveð
(komin 15vikur4daga)
(önnur mynd komin 15vikur4daga)
(komin 16vikur4daga)
13.5.2009 | 21:43
Stólar....
Núna er ég búin að fá stúdentsgjöfina mína frá Guffanum mínum og frá ömmu Ragnhildi :)
Guffi minn gaf mér fartölvu og núna sitjum við hjúin í sófanum og ég er að nota tölvuna MÍNA!!!!
og það fer svo vel um okkur að mig langar að "stela" ljóðinu hans Þórarins míns Eldjárns sem ber nafnið "Stólar"....
Stólar um stóla frá stólum til stóla
í stofunni heima á fundi í skóla.
Mættum við ekki af þeim þjónustu þiggja
þyrftum við ýmist að standa eða liggja.
Stólar úr plasti stólar úr leðri
stólar í görðum í misjöfnu veðri.
Stólar í lagi, stólar með bætur
stólar með einn tvo þrjá fjóra fimm fætur.
Stólar sem rugga stólar sem braka
stólar á hjólum til þess að aka.
Stólar svo hraustir, stólar svo slappir
stólar með rókókókókflöskulappir.
Vandaðir stólar, stólar úr gulli
stólar með allskonar blettum og sulli.
Örlitlir stólar og stólar sem passa
fyrir stóra og breiða og níþunga rassa.
(Þórarinn Eldjárn) 1992
Adiós y hasta luego=bless og sjáumst seinna
Bílar og akstur | Breytt 25.5.2009 kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2009 | 00:47
Spanish Colours?
Jæja lang síðan síðast :) en núna verð ég bara að segja ykkur frá þegar ég og Alla fórum í Debenhams, og ég hafði mig af fifli ;)
Afgreiðslukerlingin: Can I help you?
Ragnhildur(Ég) : Yes, I am looking for spanish colours.
Afgreiðslukerlingin:What do you mean spanish colours?
Ragnhildur (Ég: I am looking for make-up and the theme is:Spain :P
Afgreiðslukerlingin:What do you mean, aren't all colours spanish?
Ragnhildur (Ég): No you know spanish colours are like: brown, pink, yellow, green and blue.
Afgreiðslukerlingin: Aren't those just colours?
Ragnhildur (Ég): No, they are spanish colours
Ragnhildur (Ég): You know icelandic colours are like:red,blue....
Afgreiðslukerlingin:Like the flag? (kaldhæðnislega)
Ragnhildur (Ég) No, not like the flag.
Ragnhildur (Ég): No just icelandic colours.
Ragnhildur (Ég): So do you have any spanish colours?
25.10.2008 | 21:47
Hörður okkar (hennar Guðríðar)
Sæl öll. Þá er ég komin aftur eftir mikla stíflu (nei, ekki hægðatregðu!)
Þetta verður að vísu mjög stutt færsla, en ég bara varð að blogga um svolítið sem hann Hörður var að segja.
Ég spurði Hörð hvort það væri til agúrka hérna á Stokkseyrinni. Hörður svaraði mér:
"Ég er ekki viss um að það sé til agúrka, en það er til eitthvað. Ég er alveg viss um að það sé til b-gúrka!"
Svo fyrr í kvöld var ég eitthvað að spjalla við hann Hörð minn og var að dást að hárinu hans, og spurði hvort hann væri ekki með hárið frá honum Pétri pabba sínum. Þá svaraði hann:
"Ég bara veit það ekki, pabbi minn er sköllóttur!"
Hann er alveg ótrúlegur í come-backs þessi piltur
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hola mis amigos y mi familia Vamos a España esta día en dos horas estoy emocionada ahora me gusta hablar español mis amigos saben hablo muy bien español he estudiado mucho español este verano y me gusta estudiar español estamos en Mallorca ahora
me gustaría llegar a Marineland en este vacacion
hasta luego mis amigos y buenos días y buenos noches
Te gustaría ir a España con nosotros?
yo y mis hermanos.
Guffi: (óunnin mynd)þessi mynd er óunnin
adiós,
Ragnhildur
26.6.2008 | 14:55
Ást, hamingja og væntumþykja
Í þessari bloggfærslu ætla ég að skrifa um uppáhaldsfólkið mitt fólkið mitt er æðislegt
Öll mín (bráðum) 21 ár hef ég aldrei verið jafn hamingjusöm og á ég það allt einni manneskju að þakka sem ég held að þið öll vitið hver er.Hann Guðfinnur minn, hann gjörbreytti lífinu mínu gjörsamlega ég veit ekki einu sinni hvernig....bara með því að vera til. . Ég á eflaust bestu tengdaforeldra í heiminum. Og bestu móður í heimi hér sem heitir Magnea Gylfadóttir og besta föður í heimi hér sem heitir Hörður Einarsson
Guðríður mín hvað er hægt að segja um hana???? Hún er hreinskilin, yndisleg, gullfalleg, frábær og fullkomin móðir og besta mágkona sem hægt er að eiga og æðisleg vinkona. Hún er svo hlý og einlæg og sæt. Ég elska þig Guðríður mín þú ert æðisleg.
Guðfinnur Flóki....hann var nú bara smá skott þegar ég sá hann fyrst u.þ.b. 2 mánaða gamlan. Ég féll strax fyrir krúttinu mínu honum Flóka og hef haft alveg ROSALEGA gaman af því að fylgjast með honum stækka. Hann er jafn sætur og hann er handóður, algjör ærslubelgur sem ég dýrka alveg út í eitt. Þessi mynd var tekin á skírnardeginum hans. Ég elska Guðfinn Flóka svo mikið og litla yndið hann bróðir hans.
Hörður Frans ég man nú þegar ég kynntist honum fyrst guð hvað það var sætt. Það var þannig að ég var í mat á Stokkseyrinni og Hörður var látinn sitja við hliðina á mér. Okkur samdi svo vel saman að daginn eftir þegar það kom að kvöldmat spurði Hörður hvort að það væru ekki örugglega sömu sæti og síðast mér fannst það svo sætt og þessi mynd hérna er tekin í Tyrklandi þegar ég var nýbúin að taka mér lúr, hann kom að kúra hjá mér..Hörður Frans er algjört yndi, dugnaðarforkur, snillingur, gullfallegur karatekarl, og svo sætur og duglegur að hjálpa mömmu sinni með litlabróður sinn.
Snorri minn er algjört yndi sem ég held alveg rosalega upp á hann er rosalega klár og duglegur í skólanum og mjög skemmtilegur og fyndinn það er alltaf svaka fjör að fá hann hingað til okkar ég vildi óska þess að það gerðist aðeins oftar hann er lítill krúttlegur fjörkálfur sem ég elska.
Einar Gylfi minn hann er litli stúfurinn minn, hann var systkini númer 2. Hann fæddist í Danmörku og ég lít alltaf á Einar sem danan minn. Hann talaði fullkomlega dönsku þegar hann var lítill en í dag er það önnur saga, hann kann ekkert í dönskunni lengur því miður, hann var með danskan hreim en hann hvarf mjög fljótlega eftir að við fluttum til Íslands. Hann er svo kurteis og þægur og algjör gullmoli. Hann mætti vera skárri við Mörtu Maríuna mína.....hann er svolítið stríðinn eins og eldri bræður vilja stundum vera. Ég elska Einar minn svo mikið
Marta María mín "hin sísvanga" quota Guffa. Hún var systkini númer 4. Hún er sko rosalega yndislegt barn, afskaplega einstök, bráðfyndin, einlæg, við erum samt frekar óvenjulega nánar því að ég tók óeðlilega mikinn þátt í uppeldinu hennar ég og mamma við ólum hana eiginlega upp pabbi hennar var alltaf úti og er enþá í dag. Þegar hún var pínu lítil þá þekkti hún varla pabba sinn og ekki fannst honum það gaman....ég skil það vel...en jámm ég kenndi Mörtu að borða sjálf og að tala t.d. "mamma" "daddildur" og ég kenndi henni að segja "lov jú" þegar hún var 17 mánaða gömul það var algjör snilld. Ég gleymi aldrei þegar Marta sagði við mig þegar hún var 2 og hálfs árs "ég á tvær mömmur" þá varð ég svo hissa og sagði ha? Hver er líka mamma þín? Þá sagði hún "þú" en ég sagði henni bara að ég væri STÓRA STÓRA systir hennar og hún sagðist samt líta á mig sem mömmu sína. Hún er svo mikið yndi.
Hérna eru svo myndir af mér og Guffaluff. Það tengist fyrirsögninni Ást, hamingja og væntumþykja.
Ég og Guffi minn Ég elska hann svo mikið, ég elska hann meira en allt.
Ég og Guffaluff yndið mitt. Á miklubrautinni í myndatöku
Guffi og ég saman á Tyrklandi.
Og síðan uppáhaldsmyndin mín Lots and lots of love.... Hann eins og ég segi hefur gjörbreytt lífinu mínu í endalausa hamingju.
Uppáhaldsmyndin mín af okkur hjúunum...
Bílar og akstur | Breytt 5.2.2010 kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um bloggið
Ragnhildur Pálsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar