Færsluflokkur: Bækur
6.1.2010 | 00:04
Bumbulíus!
Góða kvöldið gott fólk.. og gleðilegt ár og takk fyrir það liðna
Eins og flest ykkar vita þá erum við búin að fara í 20 vikna sónarinn og það gekk bara mjög vel
En til þess að hafa eitthvað að gera á meðgöngunni og láta mér ekki leiðast þá fór ég í dag og valdi mér 3 áfanga í Háskóla Íslands sem er fallega tungumálið danskan og fögin eru:
Danskt mál og málnotkun II
Danska glæpasagan
Dönsk hljóðfræði
og samtals eru þetta 17 einingar og er ég orðin svakalega spennt og byrja núna mánudaginn 11.janúar.
Ég og Elín mín fórum í dag í Tvö Líf og keyptum á útsölunni og svo fórum við að tala við námsráðgjafann og hún ráðlagði mér heldur betur og tók ég þá ákvörðun að námsleiðin mín verður danska og spænska TVÆR háskólagráður!!!
já þannig að það verður nóg að gera hjá mér, þetta er hálft nám
en já hérna koma skemmtilegar jólamyndir
Heimsins besti afi (Afi Gylfi)
Ormarnir okkar (litlu yndislegu systkini mín) og UPPÁHALDS frænkur
Unnur Andrea, Hanna María, Marta María og Einar Gylfi
Yndislegi unnustinn minn með alveg hreint FRÁBÆRAN bol heheheh
Ég alsæl eins og oftast á Stokkseyrinni hehehe
Pabbi minn og Einar minn fótboltamennirnir á bænum
Jæja þá er þetta komið gott fólk og núna ætlum við að fara að glápa á Heroes
bæbæ eða hej hej,
Ragnhildur
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Ragnhildur Pálsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar