4.8.2010 | 11:57
Afi Gylfi
Sælir kæru bloggvinir,
ég hef svosem ekkert að segja...langaði að skrifa niður textana af uppáhaldslögum hans afa míns Gylfa Magnússyni
Þú komst í hlaðið.
Þú komst í hlaðið á hvítum hesti,
þú komst með vor í augum þér.
Ég söng og fagnaði góðum gesti
og gaf þér hjartað í brjósti mér.
Ég heyri álengdar hófadyninn,
ég horfi langt á eftir þér.
og bjart er alltaf um besta vininn
og blítt er nafn hans á vörum mér.
Þó liði dagar og líði nætur,
má lengi rekja gömul spor.
Þó kuldinn næði um daladætur,
þá dreymir allar um sól og vor.
Ísland er land þitt.
Ísland er land þitt og ávallt þú geymir
Ísland í huga þér hvar sem þú ferð
Ísland er land þitt sem ungann þig dreymir
Ísland í vonanna birtu þú sérð
Ísland í sumarsins algræna skrúði
Ísland með blikandi norðljósa traf
Ísland að feðranna afrekum hlúði
Ísland er fodlin sem lífið þér gaf.
Ísland er þjóðin sem arfinn þinn geymir
Íslensk er tunga þín skír eins og gull
Íslensk er sú lind sem æðar þér streymir
Íslensk er vonin af bjartsýni full.
Íslensk er vornóttin albjört sem dagur
Íslensk er lundin með karlmennskuþor.
Íslensk er vísan hinn íslenski bragur.
Íslensk er trúin á frelsisins vor.
Ísland er land þitt því aldrei skal gleyma
Íslandi helgar þú krafta og starf
Íslenska þjóð þér er ætlað að geyma
Íslenska tungu hinn dýrasta arf.
Ísland sé blessað um aldanna raðir
Íslenska moldin er lífið þér gaf
Ísland sé falið þér eilífri faðir.
Ísland sé frjáls með sól gyllir haf.
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 11:59 | Facebook
Um bloggið
Ragnhildur Pálsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ragga mín.
Fallegt af þér að minnast afa þíns með þessum hætti. Myndin af ykkur er flott.
Kveðja til ykkar.
Þorvaldur Ágústsson.
Þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 22:14
Þakka þér elsku Þorvaldur minn.
Mér þykir vænt um að heyra það :)
Ragnhildur Pálsdóttir, 6.8.2010 kl. 13:11
Falleg lög, góð leið til að minnast hans :)
Guðfinnur Þorvaldsson, 7.8.2010 kl. 22:33
Æðisleg mynd af ykkur..
Og fallegur texti við falleg lög.
Guðríður Pétursdóttir, 8.8.2010 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.