22.10.2010 | 12:19
Ótrúlegasti draumur....
Kæru bloggvinir,
Ég er eins og unnusti minn...blogga ekki reglulega en blogga þó smávegis ;)
Í nótt dreymdi mig hinn ótrúlegasta draum.
Mig dreymdi að tengdaforeldrar mínir (Rúna og Þorvaldur) voru að skiptast á hlutum. Rúna var ákaflega frek og greyið Þorvaldur gaf allt eftir. Þau áttu einhvern kofa sem honum Þorvaldi þótti afar vænt um og eyddi miklum tíma í (átti pottþétt að vera skúrinn). En hún Rúna vildi aldeilis fá kofann með sér í nýja kotið. Þorvaldur greyið gaf eftir og lét hana fá kofann!Hann meira að segja útvegaði kerru til að flytja hann.Þegar allt var farið stóð Þorvaldur þarna eftir á nærbuxunum einum fata, á meðan Rúna hló að honum og gúffaði í sig heimsins girnilegasta ís!
Við Guffi minn erum búin að hlæja okkur máttlaus yfir þessum draum og ákváðum að deila honum hérna í blogg heiminum. :)
Með kærum kveðjum,Ragnhildur og Guðfinnur
Um bloggið
Ragnhildur Pálsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.