26.6.2008 | 14:55
Ást, hamingja og væntumþykja
Í þessari bloggfærslu ætla ég að skrifa um uppáhaldsfólkið mitt fólkið mitt er æðislegt
Öll mín (bráðum) 21 ár hef ég aldrei verið jafn hamingjusöm og á ég það allt einni manneskju að þakka sem ég held að þið öll vitið hver er.Hann Guðfinnur minn, hann gjörbreytti lífinu mínu gjörsamlega ég veit ekki einu sinni hvernig....bara með því að vera til. . Ég á eflaust bestu tengdaforeldra í heiminum. Og bestu móður í heimi hér sem heitir Magnea Gylfadóttir og besta föður í heimi hér sem heitir Hörður Einarsson
Guðríður mín hvað er hægt að segja um hana???? Hún er hreinskilin, yndisleg, gullfalleg, frábær og fullkomin móðir og besta mágkona sem hægt er að eiga og æðisleg vinkona. Hún er svo hlý og einlæg og sæt. Ég elska þig Guðríður mín þú ert æðisleg.
Guðfinnur Flóki....hann var nú bara smá skott þegar ég sá hann fyrst u.þ.b. 2 mánaða gamlan. Ég féll strax fyrir krúttinu mínu honum Flóka og hef haft alveg ROSALEGA gaman af því að fylgjast með honum stækka. Hann er jafn sætur og hann er handóður, algjör ærslubelgur sem ég dýrka alveg út í eitt. Þessi mynd var tekin á skírnardeginum hans. Ég elska Guðfinn Flóka svo mikið og litla yndið hann bróðir hans.
Hörður Frans ég man nú þegar ég kynntist honum fyrst guð hvað það var sætt. Það var þannig að ég var í mat á Stokkseyrinni og Hörður var látinn sitja við hliðina á mér. Okkur samdi svo vel saman að daginn eftir þegar það kom að kvöldmat spurði Hörður hvort að það væru ekki örugglega sömu sæti og síðast mér fannst það svo sætt og þessi mynd hérna er tekin í Tyrklandi þegar ég var nýbúin að taka mér lúr, hann kom að kúra hjá mér..Hörður Frans er algjört yndi, dugnaðarforkur, snillingur, gullfallegur karatekarl, og svo sætur og duglegur að hjálpa mömmu sinni með litlabróður sinn.
Snorri minn er algjört yndi sem ég held alveg rosalega upp á hann er rosalega klár og duglegur í skólanum og mjög skemmtilegur og fyndinn það er alltaf svaka fjör að fá hann hingað til okkar ég vildi óska þess að það gerðist aðeins oftar hann er lítill krúttlegur fjörkálfur sem ég elska.
Einar Gylfi minn hann er litli stúfurinn minn, hann var systkini númer 2. Hann fæddist í Danmörku og ég lít alltaf á Einar sem danan minn. Hann talaði fullkomlega dönsku þegar hann var lítill en í dag er það önnur saga, hann kann ekkert í dönskunni lengur því miður, hann var með danskan hreim en hann hvarf mjög fljótlega eftir að við fluttum til Íslands. Hann er svo kurteis og þægur og algjör gullmoli. Hann mætti vera skárri við Mörtu Maríuna mína.....hann er svolítið stríðinn eins og eldri bræður vilja stundum vera. Ég elska Einar minn svo mikið
Marta María mín "hin sísvanga" quota Guffa. Hún var systkini númer 4. Hún er sko rosalega yndislegt barn, afskaplega einstök, bráðfyndin, einlæg, við erum samt frekar óvenjulega nánar því að ég tók óeðlilega mikinn þátt í uppeldinu hennar ég og mamma við ólum hana eiginlega upp pabbi hennar var alltaf úti og er enþá í dag. Þegar hún var pínu lítil þá þekkti hún varla pabba sinn og ekki fannst honum það gaman....ég skil það vel...en jámm ég kenndi Mörtu að borða sjálf og að tala t.d. "mamma" "daddildur" og ég kenndi henni að segja "lov jú" þegar hún var 17 mánaða gömul það var algjör snilld. Ég gleymi aldrei þegar Marta sagði við mig þegar hún var 2 og hálfs árs "ég á tvær mömmur" þá varð ég svo hissa og sagði ha? Hver er líka mamma þín? Þá sagði hún "þú" en ég sagði henni bara að ég væri STÓRA STÓRA systir hennar og hún sagðist samt líta á mig sem mömmu sína. Hún er svo mikið yndi.
Hérna eru svo myndir af mér og Guffaluff. Það tengist fyrirsögninni Ást, hamingja og væntumþykja.
Ég og Guffi minn Ég elska hann svo mikið, ég elska hann meira en allt.
Ég og Guffaluff yndið mitt. Á miklubrautinni í myndatöku
Guffi og ég saman á Tyrklandi.
Og síðan uppáhaldsmyndin mín Lots and lots of love.... Hann eins og ég segi hefur gjörbreytt lífinu mínu í endalausa hamingju.
Uppáhaldsmyndin mín af okkur hjúunum...
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt 5.2.2010 kl. 18:30 | Facebook
Um bloggið
Ragnhildur Pálsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir falleg orð til mín og minna Þú ert löngu orðinn ómissandi partur af fjölskyldunni
Þú hefur hlýjað okkur í hjartanu með fallegum orðum og góðmennsku en líka skemmt okkur með fullt af "skrítnum "orðum,setningum og atvikum(ég meina þetta auðvitað bara vel)
Og mér finnst mikill systra svipur með þér og Auði Ósk..
Takk fyrir góða færslu.. þó svo að hún sé flokkuð undir bíla og akstur get seint talin vera með brennandi bíla eða aksturs áhuga
Guðríður Pétursdóttir, 26.6.2008 kl. 15:22
Fallegt blogg hjá þér elskan mín :)
Hehe... sæt myndin af okkur ;)
Ebba (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 18:49
ÆÐISLEGAST BLOGG SEM ÉG HEF NOKKURNTÍMANN LESIÐ !
VÁ ! það var svo skemmtilegt að lesa þetta sko ! þú ert alveg snillingur í öllu sem þú gerir , elska þig svo mikið <33
Takk fyrir þessu yndilegu orð til mín :D . Ég segi bara sömuleiðis með alt sem þú sagðir við mig .
en þetta hef ég altaf sagt frá því að ég var lítil , að þú sért besta stórasystir í öllum heiminum .
er svo heppin með það að eiga þig sem systur ! gæti ekki lifað án þín .<33
yndislegar myndir
sjáumst <33333
KAREN (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 21:22
Þetta er ekkert smá sætt blogg hjá þér elskan mín ´segi sömuleiðis þú ert yndisleg vinkona og sönn vinkona vil alls ekki missa þig sem vinkonu
og þetta eru ekkert smá sætar myndir í blogginum af ykkur Guffa
heyri í þér fljótlega
Kv. Auður
Auður (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 22:03
flott blogg
Snorri Þorvaldsson, 26.6.2008 kl. 22:12
það er í lagi að sleppa sér aðeins í væmni stöku sinnum ;) flokkurinn bílar og akstur er ekki síðri en aðrir hehe
Vignir, 26.6.2008 kl. 23:21
Þú ert góð stúlka Ragga mín og erum við heppin að hafa fengið þig í fjölskylduna. Kveðjur og knús
Rúna Guðfinnsdóttir, 27.6.2008 kl. 23:04
fallegt blogg hjá þér Raggy :) og til hamingju með afmælið.. :)
Tinna Björg (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 22:14
Takk öll sömul fyrir góð orð í minn garð
Ragnhildur Pálsdóttir, 4.7.2008 kl. 18:57
Hva, ætlaðiru ekki að fara að blogga;)
annalinda (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 21:32
Jú ég er meira að segja að fara að blogga núna
ég bara hef oft verið að byrja að blogga en tárast svo....
Ragnhildur Pálsdóttir, 9.7.2008 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.