21.7.2008 | 22:38
Mamma mia! y mi madre y yo :o)
Þetta var æðislegt kvöld!!!
Við Mamma og Marta fórum á "Mamma mia" það er æðisleg mynd
Allt í einu heyri ég í mömmu vera að syngja " I work all night, I work all day to pay the bills I have to pay but still there never seems to be a single penny left for me... (mamma syngur voðalega lágt en blítt og vel ) þegar ég var lítil elskaði ég þegar hún söng fyrir mig "Þytur í laufi" og "Komdu inn í Kofa minn" það var svo gaman að heyra í henni syngja og ég söng með henni og stelpan við hliðina á mér hló og brosti voðalega nicely til mín (þegar hléið var) því að við mæðgurnar sungum allan tímann á meðan kvikmyndin var. Það var svo gaman að syngja með mömmu mér leið eins og ég væri ung aftur en ég skammaðist mín fyrir að það heyrðist alltaf þvílíkt í okkur. Og Mörtu fannst við vera svo cool og hún sagði svona við mig:,,Ragnhildur, ég kann bara ekki öll lögin en ég vill sko syngja með .
Það var fyndnast þegar mamma söng "Dancing Queen" og "Mamma mia" og "Gimme Gimme Gimme" því að þá sungum við dætur hennar með
"I was cheated by you and I think you know when? So I made up my mind it must come to an end. Look at me now will I ever look I don't know how, but I suddenly lose control there is a fire within my soul, just one look and I can hear a bell ring, one more look and I forget everything."
Þetta var þvílíkt stuð og mamma hló svo mikið og hún hlær smitandi....og Marta hló líka aðalega að mér og mömmu
Ég var bara að koma núna inn og byrjaði að blogga um þessa æðislegu mynd
Ég mæli þvílíkt með henni fyrir ykkur sem lesa bloggið mitt nema Vigni (it's kind of girly)
Svo kom Marta með sitt sæta komment "má ég gista núna" en það hentar illa núna en á morgun gistir prinsessan
Jæja ég vildi endilega segja ykkur frá þessu kvöldi.......
adiós y hasta luego=bless og sjáumst síðar
Um bloggið
Ragnhildur Pálsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég hugsa að ég eigi ekki eftir að fara á þessa mynd..en ég á áreiðanlega einhvern tíman eftir að sjá hana á vídjói
ég get vel trúað að það hafi verið gaman,örugglega jafnskemmtilegt fyrir Mörtu að horfa á ykkur og á myndina
Guðríður Pétursdóttir, 21.7.2008 kl. 22:46
rétt til getið hjá þér Ragga...hef ekki minstu löngun til að sjá þessa mynd...fæ kjánahroll þegar ég sé auglýsinguna hahahaha! en gaman að þú skemmtir þér vel ;)
Vignir, 21.7.2008 kl. 22:51
Já, ég fór á Mamma Mia á afmælinu mínu, hún er æði (:
Gaman að þið skemmtuð ykkur og sunguð með !
Hefur örugglega verið fyndið að horfa á ykkur!
Guðmunda (: (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 22:52
Mig langar rosalega til að sjá þessa mynd og ætla að skella mér á hana við tækifæri
Gaman að þið skemmtuð ykkur vel Hún Marta er svo mikið krútt....
Ebba (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 10:26
Gaman að lesa þessa færslu Ragga mín. Mig langar ógeðslega á þessa mynd..
Rúna Guðfinnsdóttir, 22.7.2008 kl. 20:44
Langar ekkert smá að fara á þessa mynd:) verð að reyna að draga Bjarka með mér:)
annalinda (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 10:21
Ágæt mynd svo sem. Alveg þess virði að fara á hana þó það sé ekki nema til þess að sjá Pierce Brosnan, Mr. Bond, syngja og dansa
Guðfinnur Þorvaldsson, 24.7.2008 kl. 10:49
Frábært blogg hjá þér :D<3
langar mjög að sjá þessa mynd , en næsta myndin sem ég fer á verður trúlega '' sex and the city '' en svo skelli ég mér bara á þessa eftir hana hhehe :D ..
altaf gaman að lesa bloggin þín elska það !
sjáumst á Laugardaginn ,,
elska þig <333
Karen :) (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 14:00
ég elska þig líka elsku besta Karen mín já skelltu þér á sex and the city hún er snilld takk fyrir hrósið með bloggið mitt já vá hvað ég hlakka til að vera með hótel "Ragga og Guffi" opið fyrir öll systkinin
Ragnhildur Pálsdóttir, 24.7.2008 kl. 14:02
ég held alveg örugglega að ég eigi ekki eftir að fara á þessa mynd, sammála Vigni með auglýsinguna, hehehe
Snorri Þorvaldsson, 24.7.2008 kl. 18:17
Vignir, það er upplifun að sjá dobbul ó seven syngja og dansa á hvíta tjaldinu.
Guðfinnur Þorvaldsson, 25.7.2008 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.