22.9.2008 | 12:46
Raunhæf????
Góðan daginn gott fólk
Ég hef lengi ætlað að blogga um þetta... ég gleymi aldrei þegar ég var að vinna á Grund ég ELSKAÐI það starf ég var samt bara að vinna við ræstinguna og ég kynntist mjög mörgu yndislegu gömlu fólki sem ég má ekki nefna (skrifaði undir þannig samning) en jámm eftirminnilegasta manneskjan er maðurinn sem var skáld og hann þoldi ekki neinn, fékk ég að vita fyrsta daginn minn og maður mátti ekki snerta neitt af hans hlutum þannig að maður þurfti að fara afskaplega varlega þegar maður var að taka til (hehe en ekki ég) hann dýrkaði mig bara strax hehe og sagði:,,rosalega ertu með fallegt hár" og ég spjallaði við hann hvern einasta dag ég dýrkaði hann. Þvoði alltaf herbergið hans og einnar konu sérstaklega vel svo einn daginn þegar ég kem inn þá býður hann mér súkkulaði og réttir mér blað og ég les það og roðna big time
Ragnhildur er raunhæf dama
röddin skýr úr kverkunum
henni er ekki sjálfri sama
þó sinnt sé illa verkunum.
Ég dýrkaði þennan mann en ég veit að hann er dáin núna en við náðum alveg rosalega vel saman, hehe stundum spurðu stelpurnar og konurnar (eldri) hvernig ég færi að því að ná svona til hans því að þegar hann hitti þær þá talaði hann ekkert eða sagði bara...."láttu mig vera kerling"
Adiós y hasta luego,
Ragnhildur Pálsdóttir
Um bloggið
Ragnhildur Pálsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona stundir gefa lífinu lit Ragga mín, ég skil ekki af hverju vantar alltaf fólk í þessi störf...þau gefa svo margfalt til baka, kannski ekki í launum..en svo margt annað.
Vísan er yndisleg...passaðu hana vel. Kveðja til þín ljúfan mín.
Rúna Guðfinnsdóttir, 22.9.2008 kl. 13:45
Fallegt blogg og flott myndin af þér :) sammála Rúnu..
Tinna (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 14:25
Já er sammála Rúnu, skil ekki afhverju það vantar í þessi störf gefa alltaf margfallt tilbaka. Eins og kennarinn sem ég stefni að verða.
En þetta er svo flott blogg hjá þér, það er þó gott að manninum hefur líkað vel við einhvern. Og sýnir hann það vel með vísunni sem hann orti til þín .
Auður (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 14:38
flott vísa ,,láttu mig vera kerling" hahaha
Snorri Þorvaldsson, 22.9.2008 kl. 16:14
Skemmtileg vísa. Á að sumu leiti vel við þig, sérstaklega "röddin skýr úr kverkunum"
Guðfinnur Þorvaldsson, 22.9.2008 kl. 22:04
Já svona störf eru æðisleg, maður fattar það varla fyrren maður prófar En það er frábært að þú skulir hafa náð svona vel til mannsins, sumu fólki er bara ætlað að vera vinir sama hversu ólíkt það er
HerdíZ (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 23:01
þú ert einskonar patch adams
Guðríður Pétursdóttir, 28.9.2008 kl. 01:32
Falleg saga og ljóðið er rosa fallegt.. meira segja með ljóðstafi og allt mér finnst þetta minni mig svolítið á hvernig við kynntumst.. mér allavega líkað strax vel við þig! ..It's what makes you special
Anna Pálsdóttir! :), 30.9.2008 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.