25.5.2009 | 14:24
Raggan litla....STÚDENT!!!!!
Sælir kæru bloggvinir mínir
Í gær(21.maí) varð ég loksins stúdent með alveg hreint glæsibrag! Og alveg hreint með frábæra meðaleinkun 8,9!!!!!
Svo í gær var alveg hreint frábær veisla það var svoooo gaman! Vinir okkar komu (ég var svo ánægð með það) :D Anna Linda, Bjarki, Vignir, Jenni, Steini, Elín, Eyþór og Ebba...svo aðeins seinna trítlaði hún Laufey Bára inn...:) Það var alveg hreint æðislegur matur takk fyrir það elsku Ásgeir minn og Sigga mín og skreytingin var FRÁBÆR takk elsku Alla mín og takk mamma mín og pabbi minn og síðan var haldið "slideshow" og kvæddar vísur um mig (Aðalheiður mín og Þóra Sigga) Ég elskaði vísurnar og vill endilega deila þeim með ykkur :) Þetta var alveg hreint æðisleg veisla takk kærlega elsku mamma og pabbi
Ragnhildur Pálsdóttir
stúdent 21. maí 2009 (með glæsilega meðaleinkun) hehehe
Stúdentsprófi auðvitað er ástæða að fagna,
með ofurlitlu kvæði má gleðina svo magna.
Frænku minni, Ragnhildi, finnst mér rétt að lýsa
fer hún nokkuð hjá sér, þessi myndarskvísa?
Æskuár á Breiðdalsvík eins og örskot liðu,
og ævintýri í Grandaborg eftir henni biðu.
Enda bar hún með sér orku og yndisþokka,
allir þekktu stelpuna með þessa rauðu lokka.
Í viðtali við Hemma Gunn í sjónvarpinu sást hún
og sannarlega hvergi væntingum þar brást hún.
Aðspurð kvaðst hún forseti ekki vilja vera,
en að vinna í Hagkaup, þar er nóg að gera.
Fjölskyldan í Danmörku dvaldi svo um tíma
og daman fór við Spice-Girl taktana að glíma.
Hún lék í sjónvarpsþáttum sem sýndir voru heima,
um sollinn úti í Hollywood lét sig ekki dreyma.
Í Ármúlanum kennara hún aðstoðaði gjarna,
og efst í guðatölu var skólastjórinn þarna.
Menntabrautin farsæl mun fyrir henni liggja,
á fræðagrunni traustum hægt verður að byggja.
Tungumálahæfileika hefur hún svo ríka
hérna ensku, dönsku og þýsku mætti flíka.
Við innfædda á Mallorca innan skamms hún hjalar,
því auðvitað hún spænskuna reiprennandi talar.
Af kvikmyndum DVD hún dágóðan á forða
en að drífa hana í fjallgöngu, hæpið er að orða.
Hún gutlar nú í líkamsrækt en leiðist þessi iðja
og líklega um árskort í Hreysti mun ei biðja.
Í Laugarásnum býr hún með Guffa sínum góða
sem glaður henni í myndatökur reynir víst að bjóða.
Þær uppstillingar hafa þó afleiðingar ærnar,
einu sinni tókst honum að brjóta á henni tærnar.
Meðan hún í sandinum og sólinni sig baðar
seigur Guffi í Elko í hillurnar víst raðar.
Á Skæpinu og Feisbúkk faðmast þau og kyssa
og fjölskyldan og vinir af því tæpast missa.
Við spáum því að Ragnhildi lukkudísir leiði
og láti sólargeislana skína oft í heiði
Að ferli hennar björtum í framtíðinni gætum
og fúslega í brúðkaup og skírnarveislur mætum!!
(Aðalheiður besta frænka heims og Þóra Sigga)
Ég táraðist nú við þetta
og síðan bauð ég gestum mínum upp á kökur og góðgæti
Ég labbaði síðan á milli borða (margra borða) þetta var alveg eins og ferming... Það voru 50 manns og ég spjallaði svo við fólkið mit/okkar og vini
og síðan ætlaði ég að fara að setjast niður vegna þreytu og þá sé ég hann bróðir minn litla gullið mitt bara sofandi. algjört krútt og síðan fór ég að opna gjafirnar og englarnir mínir (systkini mín) fengu að opna með mér og lesa kortin upphátt þau voru svoooo spennt yfir því þá var Einar sko EKKERT þreyttur ég fékk voða fínar gjafir og er ég alveg yfir mig kát og hamingjusöm
takk kærlega fyrir mig elsku familían mín þetta var skemmtilegasta veisla sem ég hef nokkurn tímann verið í og haft milljón þakkir mamma og pabbi
með kærri kveðju,
Ragnhildur
P.S.
Síðan skrifa ég svo seinna um skemmtilegu stúdentsveisluna í Hafnarfirðinum
Alla frænka og Þóra Sigga frænka
Um bloggið
Ragnhildur Pálsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú stóðst þig vel Snúllurófan mín og þetta var frábær dagur.. til hamingju aftur. Og fallegar vísur
Guðríður Pétursdóttir, 25.5.2009 kl. 14:39
Takk elsku Guðríður mín gott að heyra að þér fannst þetta frábær dagur takk fyrir og já þetta voru alveg hreint gullfallegar vísur
Ragnhildur Pálsdóttir, 25.5.2009 kl. 14:41
flott blogg ragga mín <3
og til hamingju með stúdentinn sæta :)
Árný Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 14:51
Takk elsku Árný mín já takk fyrir það loksins rættist draumurinn minn
Ragnhildur Pálsdóttir, 25.5.2009 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.