6.11.2009 | 12:05
24 óléttupróf! :D
Jæja kæru bloggvinir...
Ég hef ekki skrifað síðan ég útskrifaðist úffff vonandi finnst ykkur ég ekki vera orðin ryðguð hehe
Allavega eins og flest ykkar vitið þá erum við hjúin barnshafandar. (Erum núna komin 12 vikur á leið)
Lífið er yndislegt þetta kríli var SVO planað og er svo rosalega velkomið
En núna langar mig að segja ykkur viðbrögðin mín við þunguninni
Ég var búin að vera veik frá og með 1.Ágúst og þá héldu allir að ég væri ólétt og ég hélt það líka en nei nei alls ekki heldur var ég bara veik (með bólgu í maganum og með galla í maganum en ENGAR bakteríur)
Svo núna 5. september þá var ég að tala við Hörpu frænku vegna þess að ég var ósátt við Magneu (því miður) og við töluðum um allt og uppköstin og allt bara. Hún Harpa mín er svo yndisleg
Svo allt í einu segir Harpa "ertu ekki bara ólétt"?? Þá segi ég sko algjörlega án þess að hugsa "NEI það er ég ekki ég er búin að taka helling af óléttuprófum" (í Ágúst sko tók ég nokkur) Harpa og ég hlæjum saman í símanum og svo kveðjumst við frænkurnar og plönum að hittast (6.september)
Svo næsta dag um morguninn þá fer ég MJÖG snemma á fætur og tek ipod'inn minn með inn á baðherbergið með alveg SVAKALEGA neikvæðu hugarfari og geri svo mitt þarna inni og bíð svo eftir þungunarprófinu og eftir tvær mínútur þá sé ég TVÖ STRIK!!!!! Mér brá svoooo en ég trúði þessu ekki og tók þess vegna annað próf og beið aftur BARA í tvær mínútur og þá sé ég svei mér þá TVÖ STRIK!!!!! Ég fríkaði alveg hreint út!!!! Ég fór á msn og talaði strax við frænku mína hana Guðmundu á msn'inu og sagði henni allt Svo vakti ég verðandi föðurinn upp úr 11-12 held ég og sagði við karlinn:,, heyrðu það kom neikvætt, ég er ekki ólétt" og hann vissi sko að ég hefði ekki fengið blæðingarnar mínar og hann var svo hræddur um að ég hafði kannski misst tíðahringinn minn út af ælinu og hann var svo leiður í framan og sagði "æi, hvað er þá að, afhverju færðu ekki blæðingarnar þínar" ?
Þá sagði ég "Ég er bara að djóka, ÉG ER ÓLÉTT" og ég hef bara ekki séð Guffa svona glaðann í framan nema þegar hann bað mín og ég sagði já og hann gaf mér RISA knús og kyssti mig alveg út í eitt Ég sagði við hann að mig hafði langað til að ljúga að honum og á meðan hann hafði verið í vinnunni þá hefði ég pakkað þungunarprófinu inn á meðan og þá hefði hann fengið það í pakka en þetta var yndisleg aðferð líka (að gabba hann).
Næstu daga tók ég nokkur þungunarpróf...a.k.a 10 í viðbót heheh 2 hvern einasta dag og það var ekkert alveg BESTA lykt hérna heima sko(þar sem þungunarprófin voru geymd)..heheheheheh þannig að ég ákvað að fara að þvo þau og það skilaði smá árangri en lyktin var ennþá
Þannig að ....tveimur dögum seinna þá ákvað ég að setja þungunarprófin í HEITT vatn því að það eyðir blettum í fötum og tekur lyktir HEHEHEHEHEHE og svo setti ég smá uppþvottalög ofan í (plastbollann sem þungunarprófin voru stöfluð í) og svo 2 mínútum seinna kíki ég og finn ekki lengur þessa vondu lykt og verð VOÐA kát en svo kíki ég á þungunarprófin og SVEI MÉR ÞÁ flest þungunarprófin voru allt í einu losnuð við jákvæða strikið!!!!!! (Nema 5)
Þá fattaði ég að hiti og uppþvottalög þvo, það hafði semsagt komið fyrir jákvæðu þungunarprófin okkar....ég fór svo hjá mér Ég náði að taka 5 þungunarpróf upp úr THANK GOD!
Jesús minn hvað ég skammaðist mín fyrir ÞETTA ljóskuatriði
Sem betur fer var Guffi minn búin að taka myndir af þungunarprófunum fyrir okkur (hjúin)
Hehehehehehehehehehehe þetta er ekkert nema heimska
Jæja ég ætla láta þetta gott heita
Hérna kemur mynd fyrir ykkur sem viljið sjá þungunarprófin (áður en ég skemmdi þau)
Kær kveðja,
Ragnhildur Pálsdóttir og litla krílið
Adiós y hasta luego,
Ragnhildur Pálsdóttir y el niño
Um bloggið
Ragnhildur Pálsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahahaha algjör snillt að þú hafir gabbað hann en þetta er alveg yndislegt elskurnar mínar, til hamingju enn og aftur! ég ætla að verða besta ''frænka'' í heimi geimi
Elín Rún (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 17:56
Guð minn almáttugur já það var sko SNILLDARTRIX takk elskan mín :)
jámm ég veit að þú verður uppáhaldsfrænkan
Ragnhildur Pálsdóttir, 6.11.2009 kl. 18:03
Innilega til hamingju.. þetta er bara gaman:)
annalinda (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 18:44
Til hamingju Ragga mín :) þetta er alveg yndislegt ;)
Ebba (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 20:56
hehe gaman að þessu! :o) gangi ykkur ótrúlega vel turtildúfur ;o)
Tinna (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 22:28
hehehe,algjör klaufi ;) til hamingju enn og aftur
Guðríður Pétursdóttir, 6.11.2009 kl. 23:10
hehehe:D til hamingju með þetta bæði tvö
Snorri Þorvaldsson, 7.11.2009 kl. 00:36
hahaha...til hamingju
Rúna Guðfinnsdóttir, 7.11.2009 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.