8.12.2009 | 23:47
Söngvaseiður (The Sound of Music)
Jæja gott fólk núna er mánuður síðan ég bloggaði síðast (framför)
Núna er ég komin 16vikur4daga og er komin með smábumbu heheheheh mér fannst hún svo lengi að koma en svo kom hún bara eina nóttina þegar ég var komin 14vikur4daga og þá tókum við fyrstu myndina :)
(komin 14vikur4daga)
28. nóvember fór ég með yndislegu frænku minni henni Hönnu Maríu í Borgarleikhúsið á "Söngvaseið" og fór með frekar neikvæðu hugarfari en svo þegar leikritinu lauk þá var ég alsæl og yfir mig heilluð af börnunum (leikurunum) og söng ÖLL lögin þegar ég kom heim ég gerði alveg út af við Guffa og Elínu mína t.d. ég söng ENDALAUST
"DO RE MI"
Do er dáldið lukk og lán
RE er rest af kökusneið
MI er mí á mikjuskán
FA er falleg gönguleið
SO er svona bros á vör
LA er næst á eftir so
TI er tígulkaka og smjör
og svo tökum við frá DO
DO RE MI FA SO LA TI DO SO DO!
En allavega seinna í vikunni þegar við vorum að koma okkur fyrir í nýju íbúðinni þá raulaði ég þetta eins og ég hafi fengið borgað fyrir það heheheh og svo allt í einu ákvað ég "ég ætla að fara aftur á Söngvaseið" og Guffi bara hló og hló og viti menn..........ÉG FÓR með Mörtu Maríu, Einari Gylfa og Unni Andreu og ég skemmti mér konunglega (og raula ennþá lögin) Þetta var alveg hreint FRÁBÆRT leikrit og leikkonan sem leikur Maríu var alveg hreint ótrúleg á sviðinu hún lék þetta svo svakalega vel! Mig langar rosalega að sjá leikritið "Fjölskyldan" svo dauðlangar mig á tónleikana "Baggalútur"
Þetta er svosem það sem er að frétta af þessum bæ
Svo förum við í 20 vikna sónarinn þegar við erum komin 19vikur6daga (30.desember) við hjúin hlökkum rosalega til mig langar svo að vita kynið!!!!!!!!! En við hjúin ákvöddum að það ætlum við ekki að gera það tekur spennuna af meðgöngunni þannig að við bíðum víst bara....hehe
eitt í viðbóóóóóóóót....
Í fyrradag vorum við hjúin að fara í Hagkaup og á leiðinni sé á lofti ljós og eitthvað hreyfast og ég hélt um leið að ég hafði nú séð jólasveininn
en jæja gott fólk þá eru víst Aðþrengdar eiginkonur að taka við og svo drepfyndinn álfur
verið þið sæl
(Kveðjusöngur-Söngvaseiður)
So long, farvel, auf wiedersehen, ég kveð
með harm í hjarta hnuggin ykkur kveð
(komin 15vikur4daga)
(önnur mynd komin 15vikur4daga)
(komin 16vikur4daga)
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Ragnhildur Pálsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
váá ekkert smá flott bumba! svo nett og fín! Þú líður alveg æðislega vel út elsku ragga mín, alveg GULLFALLEG ;* ;*
Elín Rún (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 22:54
* þú LÍTUR ekki líður hehehe ;)
Elín Rún (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 22:56
Hehehehe takk heimsins besta vinkona
Ragnhildur Pálsdóttir, 9.12.2009 kl. 22:59
Ég held að þetta sé rosa skemmtilegt leikrit:) fer kannski seinna á það.. langar líka svolítið að sjá Oliver Tvist og Kardimommubæinn..!
En annars þá lítur ekkert smá vel út með svona krúttlega kúlu framan á þér:) Það verður gaman að fylgjast með henni stækkar hérna á síðunni! Til lukku með nýju íbúðina!
Hafið það gott og ég bið að heilsa Guffa þínum:)
annalinda (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 23:02
og þetta með jólasveininn.. ætli þetta hafi ekki bara verið kauði;)
annalinda (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 23:03
Takk elsku Anna mín, já ég er voðalega grönn og nett (hef nú alltaf verið það) hehe en hélt að ég yrði nú stór á meðgöngunni en svo er ei (það kemur)...
en ég varð alveg miður mín þegar ég fattaði að þetta var ekki Júlli Jólasveinn hehehe og sagði orðrétt:,,það hefði verið gaman ef þetta hafði verið Santa Guffi þá hefði ég alltaf getað sannað að Santa er til"
(ég veit að ég hljóma heimsk en ég var svo í þeirri trú um að ég hafði séð Júlla Jólasvein)
endilega SKELLTU þér á Söngvaseið, ég hef farið tvisvar og ég alveg hreint ELSKA þetta leikrit og myndina
Ragnhildur Pálsdóttir, 9.12.2009 kl. 23:10
Takk fyrir þessa skemmtilegu færslu. Þér fer vel að vera með svona litla bumbulínu :) Ég hefði viljað vera með þér á Söngvaseiðnum, það hlýtur að hafa verið mjög gaman, svo rosalega falleg og skemmtileg tónlistin
Skrifaðu nú bráðum aftur :)
Rúna Guðfinnsdóttir, 12.12.2009 kl. 13:50
Ekki málið heheh Já takk fyrir það hún lítur rosalega vel út Ég hefði sko viljað vera með þér á Söngvaseiðnum, við hefðum notið þess í botn báðar Sound of Music aðdáendur alveg yyyyyyndisleg tónlist
ég skrifa aftur í kvöld
Ragnhildur Pálsdóttir, 12.12.2009 kl. 14:00
snilld með jólasveininn:P
Snorri Þorvaldsson, 13.12.2009 kl. 18:05
Já segðu Snorri minn hehehehe
Ragnhildur Pálsdóttir, 13.12.2009 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.